Bændur vilja hækkun búvara eða aðstoð ríkisins

Óskir um hækkanir búvöruverðs verða meira áberandi . ´Aburðar- og kjarnfóðurverð hefur hækkað um tugi prósentna á einu ári og olíuverð er einnig mjög hátt. Almennt er rekstrarumhverfi býlanna verra og kúabændur eru að vissu leyti milli steins og sleggju. Að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, hafa neytendur víða í Evrópu tekið á sig miklar verðhækkanir landbúnaðarvara á meðan algjört stopp hefur verið hér. Þær séu raunar víða dýrari en hér á landi. Hins vegar geti verið skynsamlegt að ríkið niðurgreiði áburð nú í vor svo þörf bænda fyrir hækkanir til neytenda verði minni, enda þurfi að hemja verðbólgu.

Mest af búvörum ræðst nú orðið af frjálsri samkeppni. Það er fyrst og fremst mjólkin,sem enn er háð miðstýrðri verðlagningu.Víst yrði það slæmt,ef búvörur hækkuðu mikið í verði. Það mundi gera glímuna  við verðbólguna erfiðari en ella.Hins vegar fæ ég ekki séð að ríkið eigi fremur að aðstoða bændur en t.d. fiskvinnslustöðvar,sem hafa mátt taka á sig mikla erfiðleika vegna hins háa gengis íslensku krónunnar,sem skert hefur samkeppnisstöðu útflytjenda.Það er kominn tími til þess,að allir framleiðendur og allir borgarar sitji við sama borð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Vilja hækkun eða niðurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband