Þriðjudagur, 4. mars 2008
Mjög vafasöm sala á Baldri
Það liggur fyrir að við erum ekkert sátt við þá aðferð sem viðhöfð var við söluna á Baldri," segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi.
Stofnunin telji hins vegar nóg að gert, eftir að hafa vakið athygli á málinu í endurskoðun ríkisreiknings. Einnig hafi Fréttablaðið fjallað vel um málið, sem teljist nú upplýst.
Við höfum kannski ekki farið eins nákvæmlega í þessa sölu og hægt er. En við erum engir dómstólar," segir hann.
Ferjan Baldur var seld fyrirtækinu Sæferðum árið 2006 fyrir 37,8 milljónir, en norskir skipamiðlarar mátu það á þrjátíu til áttatíu milljónir, einn fyrir fjármálaráðuneytið og annar fyrir Sæferðir.
Fyrir milligöngu norrænna skipamiðlara seldi fyrirtækið svo ferjuna til Finnlands, tveimur vikum síðar, fyrir rúmar 100 milljónir. Sex milljónir fóru í sölulaun skipamiðlarans!
Fram hefur komið,að Sæferðir hafi lítið greitt út og að i raun hafi þeir greitt fyrir ferjuna með fjármunum frá ríkinu,sem félagið hafi fengið fyrir ferjusiglingar. Mál þetta er allt hið vafasamasta. Salan á ferjunni var t.d. ekki boðin út eins og eðlilegt hefði verið að gera.
Björgvn Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.