Þriðjudagur, 4. mars 2008
Hvað vinnst við aðild að ESB
Umræðan um ESB hefur aukist eftir að Geir Haarde fór til Brussel. Það sem vinnst við aðild að ESB er þetta: Ísland mun hafa meiri áhrif á ákvarðanir sambandsins. Við fáum að taka upp evru. Verðlag og vextir munu lækka hér og gengið verða stöðugt.Gallarnir eru þessir: Við verðum að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hugsanlega að hleypa fiskiskipum sambandsins inn í fiskveiðilögsögu okkar.Við getum ekki hringlað með gengið eins og í dag. Nokkur kostnaður yrði af aðild en við fengjum á móti aðild að mörgum sjóðum ESB. Raunar höfum við nú þegar aðild að mörgum sjóðum vegna EES samningsins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eitt í viðbót Björgvin, sem gleymist. Hinu dreifðu byggðir landsins munu hagnast á margan hátt við inngöngu. Líklegast mest vegna breyttrar peningastefnu.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.