Neytendasamtökin vilja rannsókn á háu vöruverði

Stjórn Neytendasamtakann hefur ákveðið að leita bæði til forsætisráðherra og Samkeppniseftirlitsins þar sem samtökin hafa áhyggjur af hækkandi matvælaverði, bæði hækkunum sem þegar hafa orðið en einnig hækkunum sem boðaðar hafa verið.

Fram kemur á vef samtakanna að þau hafi sent forsætisráðherra bréf þar sem óskað er eftir að hann beiti sér fyrir því að stofnað verði til samráðsvettvangs til að hamla gegn verðhækkunum á matvörum enda mikið í húfi fyrir heimili landsins.

 

Fagna  ber þessu framtaki Neytendasamtakanna. Hið háa vöruverð er orðið

óþolandi. Lækkun vegna lækkunar virðiaukaskatts sl. ár er öll rokin út í veður og vind.Lækka verður frekar tolla og vörugjöld.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband