Þriðjudagur, 4. mars 2008
Kaupþing tryggir stöðu sína
Kaupþing banki hf. hefur lokið við nokkrar lokaðar skuldabréfasölur alls að fjárhæð 1,1 milljarð evra eða sem svarar rúmum 110 milljörðum kr. til fjárfesta í Bandaríkjunum og Evrópu. Athygli vekur að skuldatrygingaálagið er töluvert lægra en núverandi álag bankans á markaði að því er segir í tilkynningu.
Kaupþing hefur einnig tekið lán að fjárhæð 195 milljónir evra hjá evrópskum banka. Til samanburðar þarf Kaupþing einungis að endurgreiða um 1,1 milljarð evra af langtímaskuldbindingum það sem eftir er af árinu 2008 og dótturfélag bankans, FIH, í Danmörku 1,8 milljarða evra.
Áðurnefnd fjármögnun er á kjörum sem eru töluvert lægri en núverandi skuldatryggingaálag bankans á markaði, og kemur til greiðslu eftir eitt til sjö og hálft ár, .
Þetta eru ánægjulegar fréttir. Þær benda til þess,að skuldatryggingarálag Kaupþings sé of hátt skráð og hlýtur það að lækka á næstunni.Staða Kaupþings er tryggð allt þetta ár með
framangreindum ráðstöfunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.