Útifundur gegn morðunum á Gaza

Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, til að mótmæla blóðbaðinu á Gazaströnd. Kröfur dagsins eru: Stöðvum fjöldamorðin og rjúfum umsátrið um Gaza. Ræðumenn verða Katrín Fjeldsted læknir og Ögmundur Jónasson alþingismaður. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína.

Full ástæða er til þess að mótmæla  aðförum Ísraels  á Gazaströnd. Þar er verið að drepa saklausa borgara í stórum s´tl,þar á meðal börn.

Björgvin Guðmundsson

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hamas hefur hafnað tilmælum SÞ um: 1) að hefja friðarviðræður við Ísrael 2) að hætta flugskeytaárásum sínum og öðrum hryðjuverkum gegn Ísrael 3) að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. Öllu þessu hefur núverandi óstjórn á Gaza hafnað.

Hamas er eini aðilinn sem hersetu Gaza. Hamas berst við bræður sína og hótar siðmenntuðum þjóðum, eins og Dönum, eldi og brennisteini.

Áhangendur Hamas á Íslandi eru greinilega að vinna gegn tilmælum Sameinuðu Þjóðanna. En þeir eru líka drifnir áfram af djúpu hatri, sem oft stingur djúpt í vissum ættum á Ísland.

Vonandi heyrir Hamas hróp og köll stuðningsmanna sinna á Íslandi um að láta af skálhöldinn. Við sjáum til!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.3.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það væri líka kúl ef Ísraelsmenn hættu loks að fara svona illa með Palestínumenn, þá væru engar sprengiflaugar ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Björgvin. En ætlið þið ekki líka að mótmæla öllum morðunum sem Palestínumenn hafa framið???

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:41

4 identicon

Rósa mín guð með litlum staf hjálpi þér þegar þú tekur afstöðu með Ísraelsmönnum. Málið er að það skammast sín allir fyrir að hafa stutt nasista þegar þeir voru upp á sitt besta. Fólk sem studdi nasista vill helst ekki að nokkur maður viti af því. Ég spái  því að þegar fólk sem í dag styður Ísraelsmenn muni í framtíðinni skammast sín fyrir stuðninginn, og þegar það verður orðið gamalt fólk mun það halda þessu leyndu fyrir barna og barnabörnum sínum svipað og þeir sem studdu nasista forðum.

Valsól (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband