Miðvikudagur, 5. mars 2008
Hillary sigraði í Texas og Ohio
Hillary Clinton sigraði í bæði Ohio og Texas í forkosningunum þar í nótt. Þar með er ljóst að baráttu hennar og Barak Obama er hvergi nærri lokið
Mikil spenna var í alla nótt meðan á talningu stóð í Ohio og Texas. Að lokum stóð Hillary uppi sem sigurvegari í Ohio og nú fyrir nokkrum mínútum lýsti CNN fréttastöðin því yfir að Hillary hefði einnig sigraði í Texas en mjög mjótt var á muninum milli þeirra í því ríki. Í Vermont vann Obama öruggan sigur en Hillary sigraði á Rhode Island.Hillary var að vonum glöð þegar úrslitin lágu fyrir í Ohio enda var pólitískur ferill hennar í stórhættu hefði hún tapað þeim kosningum. Hún sagði stuðningsmönnum sínum að hún myndi halda baráttu sinni áfram og hlakkaði til að takast á við Barak Obama á komandi vikum. Obama huggar sig við það að hann hefur enn örlitla forystu á Clinton á landsvísu.
Ég held,að ekki skipti miklu máli hvort Hillary eða Obama verði frambjóðandi demokrata.Þau eru bæði mjög frambærilegir frambjóðendur. Hillary yrði fyrsta konan í embætti forseta Bandaríkjanna ef hún næði kjöri. Og Obama yrði fyrsti þelþökki maðurinn til þess að ná kosningu,ef hann sigraði.Ekki er svo mikill munur á stefnumálum þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.