Laun ellilífeyrisþega verði 226 þúsund á mánuði

Laun lífeyrisþega ættu að taka mið af neyslukönnun Hagstofu Íslands sem birt var 18. desember sl. og vera 226.000 krónur á mánuði fyrir skatta. Jafnframt ættu skattleysismörk að hækka í 150.000 kr. og frítekjumark að vera að lágmarki 100.000 krónur á mánuði.

Svona hljómar hluti áskorunar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, til stjórnvalda um kjaramál aldraðra, en þrýst er á um að þessar breytingar verði komnar að fullu til framkvæmda þegar á næsta ári.

Stjórn FEB gerði þessar og aðrar kröfur um aðbúnað aldraðra að umtalsefni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum félagsins í gær.

Fundarmenn voru sammála um að fjölmennur hópur félagsmanna hefði ekki nægar tekjur til grundvallar framfærslu og að binda þyrfti enda á skerðingu tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Einnig þyrfti að einfalda kerfi lífeyristrygginga og tryggja að öryrkjar sem næðu ellilífeyrisaldri héldu áfram aldurstengdum, óskertum örorkubótum.

Barátta Félags eldri borgara fyrir bættum kjörum aldraðra fer nú harðnandi. Samtökin sjá,að stjórnvöld flýta sér hægt í þessum málum.Til þessa hefur lífeyrir aldraðra  frá almannatryggingum ekkert verið hækkaður af ríkisstjórninni,aðeins dregið úr tekjutenginum.,sem enn er þó ekki komið til framkvæmda. Það,sem boðað hefur verið af stjórnvöldum,  tekur aðeins til þeirra,sem eru á vinnumarkaði.En þeir,sem ekki eru á vinnumarkaði fá ekki neitt.Það eru kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Laun lífeyrisþega verði 226.000 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband