Póstverslun með lyf verður leyfð

Aðalsteinn Arnarson læknir, sem síðastliðið sumar hafði milligöngu um kaup á lyfjum í apótekum í Svíþjóð í gegnum vefsíðuna minlyf.net, fagnar frumvarpi um breytingar á lyfjalögum sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að horfið verði frá banni gildandi laga um póstverslun með lyf.

Aðalsteinn, sem ekki ætlar að opna vefsíðuna sína aftur, lagði á það áherslu síðastliðið sumar að samkeppnin á íslenskum lyfjamarkaði þyrfti að vera eðlilegri. „Breytingarnar sem er verið að gera í heilbrigðis- og lyfjamálum eru í rétta átt.Verði frumvarpið að lögum hafa Íslendingar möguleika á að fá lyf send erlendis frá. Það hjálpar mörgum, og heilbrigðiskerfinu í heild, við að draga úr lyfjakostnaði.“

.

Lagt er til að lyfjaverð verði það sama um allt land. Bent er á að afslættir lyfjabúða eins og þeir birtast sjúklingum í dag mismuni þeim eftir búsetu. Þeir séu flóknir og ógagnsæir og hvetji ekki til notkunar ódýrra lyfja. Afslættir leiði oft til ávísunar og afgreiðslu stærri skammta eða dýrari lyfja en þörf er á. Afslættir geti jafnframt hindrað inngöngu nýrra aðila á markaðinn.

Aðalhugsunin í nýja lyfjjafrumvarpinu er að þeir sem verða að nota mikið af lyfjum fái þau ódýrari en áður en hinir,sem nota lítið af lyfjum greiði aðeins meira.Ekki er víst,að allir verði sáttir við þá breytingu en þeir sem bera þungan lyfjakostnað í dag ættu að verða sáttari.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stofnandi minlyf.net fagnar frumvarpi heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband