Miðvikudagur, 5. mars 2008
Íslensk fyrirtæki geyma hátt í 500 milljarða í skattaskjólum í Luxemborg og Hollandi
Markaður Fréttablaðsins segir frá í dag,að íslensk fyrirtæki,aðallega bankarnir,geymi hátt í 500 milljarða í skattaskjólum í Luxemborg og Hollandi.Er þetta haft eftir Indriða H.Þorlákssyni fyrrv. ríkisskattstjóra.
Í Luxemborg sæta erlendir aðilar,sem fá tekjur að utan svo til engri skattlagningu.Sumar fyrrverandi nýlendur Hollands eru skattaparadísir.Auðvelt er að færa þangað óskattlagt fé frá Hollandi.
Indriði telur nauðsynlegt að setja lög,sem skyldi innlenda aðila til þess að upplýsa um eignir og tekjur erlendra félaga sinna.Einnig þurfi að styrkja lög um milliverðlagningu og um viðbrögð við skattasniðgöngu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.