Miðvikudagur, 5. mars 2008
Guðni: Ábyrgð efnahagsvandans hjá forsætisráðherra
Guðni Ágústsson, Framsóknarflokki, segir að ábyrgðin á því hvernig staðan er í íslensku efnahagslífi sé öll hjá forsætisráðherra og öðrum í ríkisstjórninni og að ríkisstjórnin hafi allt of seint gripið inn.
Guðni sagðist fagna því að tveir háttvirtir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi tekið undir stefnu Framsóknarflokksins í blaðagrein og sá þriðji, Sigurður Kári Kristjánsson, taki einnig undir það í dag í blöðunum. Segist hann fagna því að sjálfstæðismenn séu að vakna hver af öðrum og þá sérstaklega unga fólkið í flokknum en bætti við að ekki væri sýnilegt að eldri kynslóðin í flokknum sé að vakna.
Það kunni að vera að þessir þingmenn sofi á nóttinni eins og forsætisráðherra hefur lagt upp úr með ráðherra Samfylkingarinnar, segir Guðni.
Að sögn formanns Framsóknarflokksins er nauðsynlegt að forsætisráðherra geri sér grein fyrir því að það er ríkisstjórnin sem stjórnar efnahagsmálunum á Íslandi ekki Seðlabankinn.
Guðni hefur verið óþreytandi að undanförnu að skamma Geir Haarde fyrir óstjórn efnahagsmála. En hann gleymir því,að hann var sjálfur í ríkisstjórninni þar til í mai sl. Hann ber því mikla ábyrgð sjálfur og Framsóknarflokkurinn.
Björgvin Guðmundsson
Guðni Ágústsson: Ábyrgðin hjá forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.