Miðvikudagur, 5. mars 2008
Skuldir heimilanna 1552 milljarðar!
Skuldir heimilanna við lánakerfið námu tæpum 1.552 milljörðum króna í lok síðasta árs, en Seðlabankinn birti í gær tölur yfir reikninga lánakerfisins. Til samanburðar námu skuldirnar í lok 2006 um 1.323 milljörðum króna og er því um rúmlega 17% aukningu að ræða á milli ára. Hafa ber í huga að vísitala neysluverðs hækkaði um 5,8% yfir síðasta ár, en stærstur hluti skulda heimilanna er verðtryggður.
Af skuldum heimilanna við innlánsstofnanir eru um 575 ma.kr. verðtryggðar auk þess sem bróðurpartur skulda heimilanna við ýmis lánafyrirtæki, þ.á.m. Íbúðalánasjóð, lífeyrissjóði og lánasjóð íslenskra námsmanna er í formi verðtryggra langtímaskulda. Gróflega má ætla að nálægt 80% af skuldum heimilanna séu verðtryggðar.
Það er ískyggilegt hve skuldir heimilanna eru miklar enda þótt eignir séu miklar á móti. Nú berast fregnir af því,að þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu hafi bílakaup og kaup utanlandsferða aukist.Er þetta allt að mestu fjármagnað með lánum. Bílarnir eru a.m.k að mestu keyptir fyrir lánsfé og tölur Seðlabankans leiða í ljós , að skuldir heimilanna aukast. Ætla menn ekkert að rifa seglin þó atvinna fari minnkandi ,vaxtakostnaður aukist,matarverð hækki og húsnæðisverð sé byrjað að lækka. Bíða menn eftir því að kreppan skelli á með fullum þunga.
Björgvin Guðmundsson
Skuldir heimilanna aukast enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þörf áminning. Ég var með skyldan boðskap í þessum sögulega pistli um daginn
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.3.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.