Vilja einkavæðingu í menntamálum og heilbrigðismálum

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti erindi í Útvarpi Sögu  i dag og ræddi rekstrarform fyrirtækja og stofnana. Hvatti hann til  aukins einkareksturs og einkavæðingar í þjóðfélaginu og harmaði að ríkisútvarpið væri  ríkisrekið svo og að orkugeirinn væri  að mestu í höndum hins opinbera. Það fór mjög fyrir brjóstið á honum. Mesta athygli mína vakti þó,að Birgir ræddi um  nauðsyn einkareksturs og einkavæðingar í mennta-og hreilbrigðismálum.Hann sagði þó að ríkið  ætti alltaf að borga brúsann.Ef farið verður  að tillögum Birgis þá munu skólagjöld halda innreið sína á öllum stigum skólanna og alls konar há gjöld verða innheimt af sjúklingum,sem verða að leita til lækna og sjukrahúsa. Við' skulum bægja þerri hættu frá.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband