Lítið af hagnaði útrásarinnar skilar sér til Íslands

Indriði H. Þorláksson, fyrrum ríkisskattstjóri, segir að aðeins lítill hluti af hagnaði af starfsemi íslenskra útrásarfélaga erlendis skila sér í hendur innlendra aðila og sé ráðstafað hér á landi. Þetta kemur fram á bloggsíðu Indriða.

Hann segir að skatttekjur íslenska ríkisins af þessari starfsemi séu tengdar þeim hagnaði sem tekin er til landsins og gildandi skattareglum svo og leiða til að koma hagnaði óskattlögðum úr landi. „Áhrif útrásar íslenskra aðila á íslenskt efnahagslíf eru því að líkindum ekki ekki mjög mikil og skatttekjur íslenska ríkisins af atvinnurekstri íslenskra aðila erlendis eru ekki miklar,“ skrifar Indriði.

Hann segir að ástæðan fyrir hvoru tveggja sé að hluta til sú að eignarhald á íslenskum eigendum útrásarfyrirtækjanna sé að nokkuð miklu leyti í höndum aðila sem skráðir eru erlendis en einnig af því að skattareglur í þessum efnum hér á landi eru ófullnægjandi.

Þessar upplýsingar Indrið  koma nokkuð á óvart.Bankarnir hafa alltaf haldið  því fram,að  meiri hluti hagnaðar þeirra kæmi erlendis frá. Þess vegna gætu þeir ekki lækkað vextina innan lands En svo virðist ekki vera.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Segir útrásina hafa lítil áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband