Miðvikudagur, 5. mars 2008
Horfur á lánshæfi ríkissjóðs neitkvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfum á lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugu í neikvætt. Í tilkynningu frá Moody's segir að breytingin á horfum sé fyrst og fremst tilkomin vegna breyttra lánshæfismatseinkunna íslensku bankanna, en eins og kunnugt er lækkaði Moody's lánshæfiseinkunnir allra íslensku viðskiptabankanna þriggja í síðustu viku.
Horfurnar eru nú neikvæðar fyrir lánshæfiseinkunn skuldabréfa íslenska ríkisins, sem og fyrir landseinkunn innlána í erlendri mynt, en núverandi einkunn er AAA. Horfurnar haldast hins vegar stöðugar fyrir Aaa/P-1 landseinkunnir Íslands fyrir skuldbindingar í erlendri og innlendri mynt, sem og innlán í krónum. Eins og kunnugt er hefur matsfyrirtækið Standard & Poor¿s lánshæfismat íslenska ríkisins einnig á neikvæðum horfum frá því í nóvember síðastliðnum.
Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að þrátt fyrir að horfurnar séu nú neikvæðar í bókum Moody's segir sérfræðingur fyrirtækisins að enginn vafi leiki á því að íslensk stjórnvöld séu fullfær um að takast á við það erfiða árferði og umhverfi sem íslensku bankarnir starfi nú í.
Athyglisvert er,að það er einkum vegna bankanna,að horfur á lánshæfi ríkissjóðs hefur verið breytt úr stöðugu í neitkvætt.Sýnir það vel hve bankarnir skipta miklu máli fyrir efnahagslífið og ríkissjóð.Þess vegna er ekki sama hvernig bönkunumer stýrt. Þeir hafa farið nokkuð óvarlega að undanförnu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.