Fimmtudagur, 6. mars 2008
3 atærstu lífeyrissjóðirnir keyptu mest í Exista,Kaupþingi og Bakkavör
Morgunblaðið sló því upp á forsíðu í gær,að þrír stærstu lífeyrissjóðirnir hefðu keypt
mest af hlutabréfum í Exista,Kaupþingi pg Bakkavör.
Stjórnarformenn þriggja af stærstu lífeyrissjóðunum segja enga ákveðna stefnumörkun búa að baki því að þrjú fyrirtæki, Kaupþing, Exista og Bakkavör, hafa mikið vægi í innlendu hlutabréfasafni sjóðanna.
Sjóðurinn starfar eftir ákveðinni fjárfestingarstefnu sem stjórnin fer yfir frá einum tíma til annars og við höfum fylgst með að kaup og sala í verðbréfaviðskiptum séu í samræmi við fjárfestingarstefnuna, segir Vilhjálmur Egilsson, stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Gildi. Hann segir að á seinasta ári hafi meira verið selt af hlutabréfum en keypt var en núna eftir að verðið hefur lækkað mikið þá eru komin upp miklu fleiri kauptækifæri. Það er mjög breytilegt hvað er nákvæmlega keypt eða selt á hverjum tíma í hverju félagi, segir Vilhjálmur.
Það séu fyrst og fremst starfsmenn sjóðsins sem meti á hverjum tíma hvar sölu- og kauptækifærin er að finna. Hann bendir á að ef hlutabréfasafn sjóðsins er skoðað yfir nokkurra ára tímabil, megi sjá að það hafi verið mjög breytilegt frá einum tíma til annars hversu stóran hlut sjóðurinn eigi í einstökum fyrirtækjum.
Með því að draga fram kaup lífeyrissjóðanna í umræddum þremur fyrirtækjum var Mbl. að gera þessi kaup tortryggileg.En því verður ekki trúað að neitt óeðlilegt hafi búið að baki þessum kaupum. Því verður að treysta að lífeyrissjóðirnir ávaxti fé sitt þar sem hagkvæmast er hverju sinni.
Björgvin Guðmundsson
Breytilegt hvað lífeyrissjóðirnir kaupa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.