Fimmtudagur, 6. mars 2008
200 kjarasamningar lausir á árinu
Ásmundur segir erfitt að átta sig á því hversu erfiðir samningar, sem ekki lúta að hinu opinbera, verði í framhaldi af samningum Alþýðusambandsins, en um þessar mundir er unnið að samningum við starfsfólk flugfélaga.
Þessa dagana eru aðilar á vinnumarkaðnum að taka nýju kjarasamningana milli ASÍ og SA til atkvæða í samtökum sínum. Er búist við að þeir verði samþykktir.Samningarnir áttu að gilda frá síðustu mánamótum. Sumir atvinnurekendur munu hafa greitt kauphækkunina strax 1.mars með fyrirvara en flestir bíða með að greiða hana. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar eiga einnig að fá hækun frá sama tíma en enginn veit hvað þeir fá,þar eð stjórnvöld skammta þeim einhverja hungurlús enda þótt öll sanngirni mæli með því að þeir fái sömu hækkun og verkafólk,þ.e. 15-20% hækkun.
Björgvin Guðmundsson
Stórir hópar eftir að semja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.