Július Vífill gagnrýnir REI skýrsluna

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi skýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í fyrrinótt og sagði jafnframt að Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, og Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefðu verið vanhæfar að hans mati til að vera í stýrihópnum.

 

Þessi gagnrýni er nokkuð seint fram komin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins stóðu að skýrslunni og hefðu að sjálfsögðu átt að koma með gagrýni Júlíusar á meðan unnið var að skýrslunni.Það sem Júlíus mun eiga við er það,að þær Svandís og  Sigún Elsa hafi fjallað um lista yfir þá sem áttu að fá kaupréttarsamninga og hafi þær gert breytingartillögur við listana og þar með tekið nokkra ábyrgð á þeim.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Gagnrýnir skýrslu um REI og segir fulltrúa vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband