Loksins byggt hjúkrunarheimili

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur falið Framkvæmdasýslu ríkisins að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 110 aldraða við Suðurlandsbraut 66 í Reykjavík. Áætlað er að nýtt heimili verði tekið í notkun um mitt ár 2010.

Heimilið verður á fjórum hæðum og er stærð þess tæpir 7.700 fermetrar. Þjónusturými, matsalur og skrifstofur stjórnenda verða á jarðhæð en hjúkrunardeildir á öðrum hæðum. Af 110 hjúkrunarrýmum verða 40 þeirra sérstaklega ætluð heilabiluðum og 10 rými verða fyrir aldraða með geðfötlun. Allir íbúar heimilisins munu eiga kost á einbýli með baðherbergi og verður einkarými hvers og eins um 24 fermetrar.

Áætlaður heildarkostnaður verksins er um 2,2 milljarðar króna og miðast þá við að heimilið sé fullbúið til reksturs með öllum nauðsynlegum búnaði. Fjármögnun skiptist þannig að 45% kostnaðar greiðir ríkið, Reykjavíkurborg greiðir 30% og Framkvæmdasjóður aldraðra greiðir 25%.+

Ég fagna því,að loks skuli hið opinbera gera átak í byggingu hjúkrunarheimila eins og talað var um fyrir síðustu kosningar.Þetta er að vísu  seinna á ferðinni en reiknað var með.Hér er um 110 hjúkrunarrými að ræða en alls var lofað byggingu 400 hjúkrunarrýma.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Bygging hjúkrunarheimilis boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband