Fimmtudagur, 6. mars 2008
Ekki olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum
Ekki líst mér á að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.Við Vestfirði eru einhver bestu fiskimið ndsins og ef olíuslys verður og mikil olía fer í sjóinn eru þessi fiskimið i hættu.Þarna er einnig mikil náttúrufegurð og olíuhreinsunarstöð fer illa þarna. Ef nauðsynlegt er að reisa hana ætti hún að rísa annars staðar.
Ég skil vel ,að Vestfirðingar leiti að nýjum atvinnutækifærum eftir að kvótakerfið hefur farið mjög illa með byggðirnar vestra.Það,sem á að gera,er að breyta kvótakerfinu enda verður að gera það eftir úrskurð mannréttindanfndar Sþ. Það verður að opna kerfið fyrir nýjum aðilum og það verður að breyta kerfinu þannig að allir sitji við sama borð. Það verður að afturkalla veiðiheimildir og setja á uppboð eða úthluta að nýju. Það þarf að opna fyrir smábátunum,það mundi hjálpa Vestfirðingum mikið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Facebook
Athugasemdir
Forsendur þessarar olíhreinsistöðvar eru vægast sagt mjög veikar. Sem stendur flytja Rússar olíu með járnbrautum til Murmansk og þaðan með meðalstórum olíuflutningaskipum vestur um haf.
Nú er bandaríski dalurinn í mjög mikilli lægð meðan evran sækir í sig veðrið. Hagkvæmara er fyrir Rússa að flytja olíu um Eystrasalt til Mið Evrópu fremur en að koma henni um langan veg á markað þar sem verðið er mun lægra sem þeir fá fyrir sinn snúð. Því er tómt mál að ræða frekar um þessi olíuhreinsistöðvarmál og jaðrar við heimsku að reyna að ana Vestfirðingum út í það kolvitlausa ævintýri.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.