Fimmtudagur, 6. mars 2008
1200 börn bíða eftir leikskólaplássi-borgin vill senda konurnar heim
1200 börn er á biðlista eftir leikskólaplássi í Rvk. Svo virðist sem meirihuti borgarstjórnar hafi gefist upp við að leysa vandann. Nú leggur meirihlutinn til ,að teknar verði upp greiðslur til þeirra fjölskyldna sem fá ekki leikskólapláss fyrir börn sín. Er talað um 9000 kr. á fjölskyldu. Það hrekkur skammt. Þetta er mikil afturför. Með þessu er í raun verið að senda konur,mæður,sem eru á vinnumarkaði heim í stað þess að útvega nú leikskólarými og nýtt starfafólk.Borgin ætti að breyta eldra húsnæði í leikskóla og fá nýtt starfsfólk með því að hækka launin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ótrúleg þröngsýni, hvað með foreldra sem kjósa að ala upp sín börn sjálf? og eru að gera það. Hversu lengi á það að vera forréttindi efnafólks að ala upp sín börn sjálf? Frábært framtak borgarstjórnar en upphæðin þarf að vera meiri. Það kostar ca 100.000 að vista einn barn á mánuði á leiksskóla. Senda konur heim! Hvað með konuna/manninn sem þráir að vera heima og annast sitt barn en hefur ekki efni á því?
Elías Theódórsson, 6.3.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.