Fimmtudagur, 6. mars 2008
Valgerður vill afnema eftirlauna sérréttindi
Valgerður Bjarnadóttir,varaþingmaður Samfylkingarinnar,flutti sl. haust frumvarp á alþingi um að afnema réttindi ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna til eftirlauna. Hún vill,að þessir aðilar hafi sömu eftirlaun og rikisstarfsmenn. Frumvarpið er í allsherjarnefnd og hefur legið þar í 4 mánuði órætt. Greinilega er ætlunin að svæfa það. Hún spurðist fyrir um frumvarpið á alþingi og Birgir Ármannsson svaraði með útúrsnúningum svo sem með því að segja,að svo mörg mál lægju fyrir nefndinni.Valgerður hefur barist vasklega fyrir því að afnema sérréttindi ráðamanna til eftirlauna og mun halda þeirri baráttu áfram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Birgi Á. hefur mikla þjálfun í því að snúa út úr...skyldi maður halda?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.3.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.