Iðnrekendur vilja aðild að ESB

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að ekki væri eftir neinu að bíða og Íslendingar væru tilbúnir sækja um aðild Evrópusambandinu.

Helgi sagði að við þyrftum að skilgreina samningsmarkmiðin og Íslendingar þyrftu að ganga til samninga fullir vissu um að ná fram þeim markmiðum sem við munum setja okkur.

„Við stígum ekki skrefið nema viðunandi árangur náist, einkum varðandi hagsmuni sjávarútvegs. Enn þarf tíma fyrir stóra hópa Íslendinga til að komast yfir pólitíska og tilfinningalega þröskulda. Við verðum engu að síður að nýta tímann vel, setja okkur skýr og metnaðarfull markmið gagnvart hagsmunum Íslands, og vera staðráðin í að ná árangri sem skilar Íslendingum fram á veginn“, sagði Helgi að lokum.

Iðnrekendur hafa lengi verið hlynntir aðild að ESB en nú herða þeoir greinilega róðurinn.Þeir ætla að berjast fyrir aðild okkar að ESB og ætla góðan tíma til undirbúnings.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

PDF-skrá 

 


mbl.is Ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Carl Bild notaði sömu taktík í Svíþjóð. Setti þjóðfégaðið á heljarþröm og "presenteraði" síðan ESB sem "einu lausnina". Mjög góður leikur hjá þeim vafasama manni...

Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 23:35

2 identicon

Sæll Björgvin.

Ég er nú ánægður að sjá að þó þú gamli Vinstri-eðalkratinn fjallir um ESB þá ertu nú ekki enn orðin alveg heilaþveginn af ESB sinnum.

Enda löngum  verið óháður og sjálstæður.  

Málið er að þetta er ömurlegur málflutningur þeirra Evrópusambandssinna, þar sem tilgangurinn einn helgar meðalið. 

Sjálft sjálfstæði þjóðarinnar boðið falt af örmurlegum farandssölumönnum Evrópusambandsaðildar fyrir aðeins auma 30 EVRU silfurpeninga.

Hver kannast ekki við söguna.

Ég spyr.

Til hvers var barist Herra Jón Sigurðsson, Sverð vors og Skjöldur.

"Vér mótmælum allir"

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband