Hækka búvörur?

Rekstrarkostnaður í landbúnaði hefur hækkað verulega um allan heim og hliðstæð þróun blasi við hér og rekstrarútgjöld íslenskra bænda hafa á síðustu vikum og mánuðum hækkað meira en áður hefur þekkst. Þetta kemur í kjaramálaályktun sem var samþykkt við lok Búnaðarþings í gær.

„Eins og Bændasamtök Íslands hafa bent á síðustu mánuði hefur rekstrarkostnaður í landbúnaði hækkað verulega um heim allan. Hliðstæð þróun blasir við hér og rekstrarútgjöld íslenskra bænda hafa á síðustu vikum og mánuðum hækkað meira en áður hefur þekkst.

Ríkisstjórnin   lýsti því yfir í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir skömmu,að hún mundi beita sér fyrir lækkun matvælaverðs. Stjórnin er því í vanda stödd,þegar bændur knýja á um hækkun búvara.Fjármálaráðherra lýsti því yfir á alþingi í vikunni,að ekki yrði um mikla lækkun tolla á búvörum að ræða. Ekki verður því sé' hvernig stjórnin ætlar að lækka matvælaverð.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Aukinn rekstrarkostnaður blasir við bændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Matvörur hafa hækkað í nágrannalöndum okkar upp á síðkastið. Í Bretlandi sem er hefðbundinn innflytjandi á matvælum hækkaði matvælaverð um 4% á síðasta ári. Þetta hefur ekki gerst í mörg ár. Brauð og brauðvörur hækkuðu um 13% í Danmörku á síðasta ári og þar hækkaði kornverð um 60-70%. Á Ítalíu voru mótmæli sl. haust vegna hækkana á pastaverði. Þetta er gerbreytt staða eins og the Economist lýsti henni nú fyrir sl. jól með fyrirsögn á forsíðu: "Cheap no more" og átti þar við matvæli.

Erna Bjarnadóttir, 7.3.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband