Föstudagur, 7. mars 2008
Blóðbaðinu á Gaza verður að linna
Árið 1970 fór ég til Ísrael í boði Goldu Meir,þá forsætisráðherra og formanns Verkamannaflokks Írael.Sat ég þing flokksins en ferðaðist síðan um allt Ísrael. Ég kynntist vel vandamáli Ísraelsmanna í ferðinni og gerði mér ljóst hvað allt var viðkvæmt vegna nálægðar Arabaríkja á marga vegu.M.a.fór ég til Golan hæða en þaðan höfðu Arabar þá verið að skjóta á hús Ísraelsmanna og ég sá hvað örstutt var á milli . Ég hafði mikla samúð með sjónarmiðum Ísraelsmanna eftir ferðina en síðan er langur tími liðinn og mikið vatn hefur runnið til sjávar.Mér hefur oft fundist á undanförnum árum sem Ísraelsmenn hafi farið offari gegn Palestínu- Aröbum.Og svo hefur mér virst nú undanfarið á Gaza. Auðvitað ber að fordæma að skotið sé heimagerðum eldflaugum frá Gasa á hús Ísraelsmanna. En það réttlætir ekki að fara með fullkomnustu vígvélar og láta sprengjuregni rigna yfir Palestínu -Araba á Gaza. Það eins og að mæta manni með baunabyssu og beita vélbyssu gegn honum. Þessu blóðbaði verður að linna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Liði þér betur ef þeir skytu heimagerðum eldflaugum á móti?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:01
Heyr, heyr.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.