VG vill styrkja Seðlabankann

Vinstri grænir vilja styrkja Seðlabanka Íslands með því að auka gjaldeyrisvaraforðann um allt að 80 milljarða og styrkja eigið fé hans til viðbótar um allt að 40 milljarða króna með innlendu skuldafjárútboði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frumvarpi til laga um ráðstafanir í efnahagsmálum sem var kynnt á blaðamannafundi VG í morgun.

Vinstri grænir vilja að allt að einum milljarði verði varið til Nýsköpunarsjóðs, 1 milljarði til Tækniþróunarsjóðs, allt að 500 milljónum til atvinnuþróunarfélaga, allt að 250 milljónum til aukins markaðsstarfs á sviði ferðamála og allt að 250 milljónum til umhverfisaðgerða og uppbyggingar þjóðgarða.

VG telur,að með því að styrkja Seðlabankann megi fremur vinna bug á verðbólgunni.Einnig vill VG stöðva frekari stóriðju.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is VG vilja styrkja Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband