Brauð flutt inn frá útlöndum

Þess verður nú vart,að  brauð eru æ ríkari mæli flutt inn frá útlöndum.Þau eru þá yfirleitt flutt inn hálfunninn og fullbökuð hér. Áður hafa kökur iðilega verið fluttar inn en ég er svolítið hissa á því að brauð séu einnig flutt inn,þar eð ágæt brauð hafa verið hér á markaðnum. En þessi staðreynd leiðir í ljós,að íslenskir bakarar verða enn að herða sig, ef þeir ætla ekki að láta erlend brauð ná yfirhöndinni. Þá þurfa þeir einnig að huga að verðlagningunni. Brauð eru alltof dýr hér á landi og raunar gildir það sama um kökur. Ef íslenskir bakarar ætla að standa sig í samkeppninni verða þeir að huga betur að verðlagningunni og hafa verðið ekki alltof hátt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

"Baguette" eða franskt brauð í París kostar eina evru eða 100 kr.

Hér kostar það 350-400.

Mér finnst tvöfalt verð "eðlilegt" á Íslandi, en fjórfalt verð finnst mér of hátt.

Kári Harðarson, 7.3.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband