Kárahnjúkavirkjun kostaði 133,3 milljarða

 Þegar  tekið hefur verið tillit til breytinga á magntölum í framkvæmdinni og verðlagsþróunar kemur í ljós að kostnaður við Kárahnjúkavirkjun hefur farið sjö prósent fram úr áætlun frá 2002, segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

Áætlaður heildarkostnaður við virkjunina er 133,3 milljarðar króna, eins og fram kemur í skýrslu sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði fram á Alþingi í dag.

Þetta er gífurlega dýr framkvæmd.Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG sagði,að virkjunin hefði farið meira en 5o % fram úr áætlun en þá tók hún ekki tillit til verðlagsbreytinga frá því að áætlun um framkvæmdina var gerð.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Landsvirkjun segir kostnað 7% umfram áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband