Ingólfur Margeirsson ánægður með Jóhönnu

Íngólfur Margeirsson rithöfundur skrifar ágæta grein í Mbl. í gær um frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um lögfestingu alþingis á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.des. sl. um  aldraða og öryrkja.Ingólfur er ánægður með frumvarpið og  telur,að Samfylkingin og Jóhanna hafi  hér gert góða hluti.Áreiðanlega er það rétt,að það hefur þurft aðild Samfylkingarinnar að ríkisstjórn til þess að koma þessum umbótum fram.Hér er í fyrsta lagi um það að ræða að afnema skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka en sú breyting á að taka gildi 1.apríl. Með hæstaréttardómi í svonefndu öryrkjamáli var úrskurðað að það væri brot á stjórnarskránni að skerða bætur vegna tekna maka,þ.e. vegna jafnréttisákvæða. Samt hummaði fyrri rikisstjórn það fram af sér að framkvæma þessa breytingu. Landssamband eldri borgara segir,að fyrri ríkisstjórn hafi lofað að framkvæma þessa breytingu um síðustu áramót. En það var ekki gert. Hin aðalbreytingin í frumvarpi Jóhönnu er sú,að taka á upp l.júlí n.k. frítekjumark að fjárhæð 100 þús. á mánuði vegna atvinnutekna.Hins vegar saknaði ég þess,að ekki var í yfirlýsingunni 5.desember sl.   neitt um frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna og ekkert um hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Raunar tel   ég að það hefði átt að byrja á hækkun lífeyris frá almannatryggingum  þar eð slík breyting gagnast öllum lífeyrisþegum en  frítekjumark vegna atvinnutekna gagnast aðeins  þeim,sem eru á vinnumarkaði en   hjá öldruðum er það um 30%. Síðan eða samhliða mátti draga úr tekjutengingum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband