Hættum aðild að stríðinu i Afganistan

Þegar Ísland gerðist aðili að NATO  tók Ísland það fram,að það hefði engan her og mundi ekki stofna hann.Samt sendi fyrri ríkisstjórn menn til Noregs til þjálfunar vegna " friðargæslu"Þessir menn voriu þjálfaðir í hermennsku.Ég hefi alltaf verið á móti þessum "stríðsleikjum" Íslendinga.Ég var því ánægður þegar utanríkisráðherra kallaði okkar eina fulltrúa í Írak heim. Við höfum haft nokkra fulltrúa í Afganistan. Og nú hefur utanríkisráðherra ákveðið að senda 4 menn þangað til viðbótar. Ég er algerlega andvígur því. Við eigum að kalla alla okkar menn frá Afganistan heim og einbeita okkar að  aðstoð á öðrum svæðum þar sem striðsrekstur er ekki í gangi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er búið að smygla inn á okkur litlum her með því að stofna hann í smá skömmtum í útlöndum Björgvin.

Sendu nú Sollu formanni þessi skilaboð þín Björgvin. Við eigum ekkert erindi sem smáþjóð að kynda undir afskiptasemi Bandaríkjamanna af öllu og öllum í heiminum af því þeir vilja troða sínum "gildum" upp á aðra sem hafa engan áhuga á því og streytast bara á móti með öllum ráðum. Bandaríkjamenn, undir stjórn Bush, eru á góðri leið með að verða ímynd hins illa í heiminum með átroðningi hvar sem er í veröldinni. 

Haukur Nikulásson, 8.3.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband