Skuldir þjóðarbúsins hafa aukist um 500 milljarða sl. 3 mánuði

Hreinar skuldir þjóðarbúsins hafa aukist um 500 milljarða kr. sl. 3 mánuði,sagði Gylfi Magnússon dósent  í viðtali við Hjálmar Sveinsson  í  þætti á RUV í dag. Skuldirnar nema nú alls 1800 milljörðum. Gylfi taldi þetta slæma þróun og sagði,að það sem gerði stöðuna erfiða í dag væri það að bankarnir gætu ekki lengur fengið hagstæð lán á erlendum mörkuðum.Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings sagði á aðalfundi bankans,að staða hans væri mjög sterk og hefðu fáir bankar í V-Evrópu eins sterka lausafjárstöðu og Kaupþing.Hann vísaði því á bug,að Kaupþing hefði farið óvarlega í fjárfestingum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er skelfilegt. Hvar endar þetta?

Einu sinni var talað um að Reykjavík byrjaði í Bráðræði og endaði í Ráðaleysu.

Mosi - sem er alveg skuldlaus síðan 2000! Það voru markmið sem hafa borgað sig!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband