Sunnudagur, 9. mars 2008
Leiga fyrir 2ja herbergja íbúð 90-120 þúsund á mánuði!
Það er verið að bjóða tveggja herbergja íbúðir á 90 og upp í 120 þúsund á mánuði. Það er ekki möguleiki að ég ráði við það, þrátt fyrir smávegis húsaleigubætur. Ég er búin að sækja um íbúð í Kópavogsbæ, þar sem ég bjó, en þar er mjög löng bið. Og frekar en að hírast í herbergi ætla ég að búa úti hjá dóttur minni, líka af því að ég get unnið aðeins ef ég er með tölvuna með mér, segir Edda, sem fjallar um málið á vefsíðunni hondin.is, en samtökin Höndin hafa að markmiði að hjálpa fólki til sjálfshjálpar.
Þetta kemur fram í Mbl. í dag. Í blaðinu er mjög góð frásögn af ástandi fasteignamarkaðarins í dag og af ástandi þeirra,sem háðir eru leiguíbúðum. Bankarnir eru búnir að loka að mestu fyrir útlán til þeirra,sem eru að kaupa húsnæði. Fólk getur því hvorki selt né keypt.Sala hefur dregist verulega saman.Og húsaleiga a leiguíbúðum heldur áfram að hækka. Hvernig á einhleypur ellilífeyrisþegi með 118 þúsund í lífeyri eftir skatta að greiða 90-120 þúsund á mánuði í húsaleigu?Og það sama gildir um þá sem eru á lægstu launum á almennum vinnumarkaði,þrátt fyriir kauphækkun,sem var verið að semja um. Það er enginn leið að láta enda ná saman.
Björgvin Guðmundsson
Verst er að eiga ekkert heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef hún getur unnið erlendis, getur hún þá ekki unnið hvar sem er á Íslandi, hér alltaf bara talað um leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Fólk á náttúrulega að leita logandi ljósi að vinnu með 250-300 þúsund í laun á mánuði. Það er bara nauðsinnlegg að vera með 200 þúsund eftir skatt í höfuðborginni, húsnæðið er verðlagt miðað við meðallaun og það er verður því erfitt að vera með undir meðallaun.
Verðið miðast líka við að fólk sé ekki að eiga heima 1 í heilli íbúð, ef maður á ekki og vill ekki eiga það, þá verður maður að eiga heima með vin eða ókunnugum sem verður vinur.
Þeir sem eldri eru eiga ekki möguleika á að þéna meira og það er mjög slæmt ef þeim hefur aldrei tekist að koma nafninu sínu á afsal. Ef tekjurnar nægja ekki fyrir leigunni þá er kannski ráð að flytja á svæði með minni atvinnu eða fara á elliheimili allt eftir aldri, sumir geta þénað aukalega án þess að missa lífeyrin, samkvæmt þeim nýju reglum sem settar hafa verið.
Að nota 40-60%, tekna sinna í húsnæði er alveg venjulegt.
Johnny Bravo, 9.3.2008 kl. 10:39
johnny, johhny,johnny
Nú ert þú eflaust ungur og upprennandi, en þín lausn að fólk finni sé bara vinnu með nógu háum launum er náttúrúlega bara ekki raunveruleg lausn. Þín lausn á því að fótbóltalið tapar, væri líklega að það ætti að skora fleirri mörk. Vandinn er nefnilega einmitt sá að stór hluti fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur einmitt ekki færi á að flýja land, né að fara út á land en á sama tíma hefur ekki færi á þessum launum. Þetta er það fólk sem að sinnir mikilvægum störfum og er ekki einhver afgangstærð í samfélaginu.
Pétur Henry Petersen, 9.3.2008 kl. 12:08
Leiguupphæð fyrir 2ja herbergja íbúð, er frá 120 þúsundum á mánuði og upp...í Reykjavík. Þið getið lesið þessar fréttir í smáauglýsingum dagblaðanna.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.3.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.