Mörg gagnaver munu rísa á Íslandi

Ísland er allt í einu farið að þokast inn á radar alþjóðlegra hátæknifyrirtækja, sem vilja eignast sameiginlegar hosur með okkur og gera þær grænar. Þetta kom fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra á Iðnþingi. Sagði hann að um meira en áhuga væri að ræða – hlutirnir væru byrjaðir að gerast.
 
„Á síðasta sumri tókust samningar um nýtt hátæknifyrirtæki á Íslandi. Hið norður-ítalska Becromal í samvinnu við sunnlenska fjárfesta rak tjaldhæla sína í jörðu við hliðina á gömlu Krossanesverksmiðjunni á Akureyri.
 

 
Um leið og ríkisstjórnin tók af skarið um lagningu nýs sæstrengs, hvenær hann skyldi lagður og hvert hann skyldi liggja, þá opnaðist um leið farvegur fyrir nýja atvinnugrein á Íslandi, nýja tegund fyrirtækja,
gagnaver. Þegar hefur verið gerður samningur um byggingu gagnavers á Keflavíkurflugvelli og ljóst er,að mörg fleiri munu rísa. Þetta er ánægjuleg þróun.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Iðnaðarráðherra: Hlutirnir eru byrjaðir að gerast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband