Krónan er byrjuð að lækka

 

Gengi krónunnar lækkaði um rúm 3% á undanfarandi viku. Því hafði verið spáð,að krónan mundi lækka þar eð hún hefur verið alltof hátt skráð og það sem hélt henni uppi var mikið fjárstreymi inn í landið vegna Káraknjúkavirkjunar, mikil kaup erlendra aðila á krónubréfum ( Jöklabréfum) og að sjálfsögðu himinháir stýrivextir Seðlabankans.Talið er,að lækkun krónunnar í síðustu viku hafi að einhverju leyti stafað af spákaupmennsku erlendra aðila.Víst er að krónan mun falla mikið á næstu mánuðum og misserum, um 20% það minnsta.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband