Heildareignir Kaupþings 5 þús. milljarðar

Undanfarið hefur mikið verið rætt um erfiðleika íslensku bankanna,m.a. Kaupþing. Hér á eftir birti ég því nokkrar staðreyndir um Kaupþing:

  • Á aðalfundi Kaupþings fyrir skömmu sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri:


  • "Árið 2007 var gott hjá Kaupþingi. Framan af ári gekk sérlega vel en viðsnúningur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum setti mark sitt á seinni hluta ársins. Arðsemi eigin fjár nam 23,5% sem verður að teljast vel viðunandi. Vel gengur í allri grunnstarfsemi bankans og hafa vaxtatekjur bankans aldrei verið hærri en nú á fjórða ársfjórðungi.

    Óhagstætt rekstrarumhverfi leiðir til breyttra áherslna í rekstrinum og draga mun úr vexti efnahagsreiknings bankans. Áhersla stjórnenda er nú fyrst og fremst á að efla þóknanatekjur og ná fram hagræðingu í rekstrinum. Jafnframt er verið að breyta fjármögnun bankans með aukinni áherslu á innlán. Á fjórða ársfjórðungi var kynntur nýr innlánabanki á netinu, Kaupthing Edge en hann hefur þegar verið settur upp í fimm löndum. Það hefur meðal annars skilað sér í því að á síðustu fjórum mánuðum hafa tæplega 30 þúsund viðskiptavinir komið í innlánaviðskipti við bankann.

  • Eftirfarandi kom einnig fram:

  • Hagnaður hluthafa eftir skatta á árinu nam 70,0 millörðum.kr (85,3 ma.kr. árið 2006)

  • Hagnaður hluthafa eftir skatta á fjórða ársfjórðungi nam 9,8 mö.kr. (18,1 ma.kr. á sa$$ma tímabili 2006)
  • Arðsemi eigin fjár á árinu var 23,5%
  • Hagnaður á hlut á árinu var 95,2 kr. (127,1 kr. árið 2006). Hagnaður á hlut á fjórða ársfjórðungi var 13,4 kr. (26,1 kr. á sama tímabili 2006)
  • Hreinar vaxtatekjur á fjórða ársfjórðungi jukust um 60,3% á milli ára, námu 23,7 mö.kr.
  • Hreinar þóknanatekjur á fjórða ársfjórðungi jukust um 19,0% á milli ára, námu 14,1 ma.kr.
  • Gengistap í Fjárstýringu nam 11,6 mö.kr. á fjórða ársfjórðungi sem að mestu má rekja til lækkunar á gangvirði afleiðusamninga, skuldabréfaeigna og eignavarðra verðbréfa
  • Heildareignir námu 5.347,3 milljörðum króna í lok ársins – jukust um 35,8% á föstu gengi á árinu, en um 31,9% í íslenskum krónum.

Samkvæmt þessu verður að telja stöðu Kaupþings nokkuð sterka. En það breytir ekki því að erfitt er að fá lán á góðum kjörum erlendis.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband