Sunnudagur, 9. mars 2008
Hvað er kreppa?
Miklar umræður eiga sér stað hér og erlendis um þessar mundir um að það sé yfirvofandi kreppa í efnahagslífinu.Sumir nota þetta hugtak svolítið gáleysislega.En hvað er kreppa? Í hagfræðinni er talað um hagsveiflur: Samdrátt,kreppu,þenslu og verðbólgu. Þegar framleiðsla dregst saman vegna minni eftirspurnar eftir framleiðsluvörum er talað um samdrátt. Ef samdráttur heldur áfram getur hann leitt til kreppu. Fyrirtækin geta ekki selt vörur sínar og komast í þrot. Það verður atvinnuleysi og gjalddþrot fyrirtækja. Þegar framleiðsla eykst vegna mikillar eftirspurnar og getur tæpast annað eftirspun verður þensla. ef þenslan heldur áfram að aukast getur hún leitt til verðbólgu.Framleiðendur geta ekki annað eftirspurn eftir vörum, verðið þrýstist þá upp vegna umframeftirspurnar og verðbólga myndast.
Þegar enn ein vísbendingin um kreppu í bandarísku efnahagslífi kom fram í gær, olli hún lækkun á verði hlutabréfa, þó ekki hér á landi þar sem úrvalsvísitalan hækkaði um tæp 2%. Það var frétt um að fólki á launaskrá í Bandaríkjunum hefði fækkað um 63.000 í febrúar. Þetta kemur fram á Visir.is. Og áfram segir þar:
Þrátt fyrir þetta, segir Lúðvík Elíasson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, eru minni líkur en áður á að Bandaríkin smiti heimsbyggðina af alvarlegri kreppu. Í fyrsta lagi hafi Seðlabanki Bandaríkjanna þá gert þau mistök að skrúfa fyrir peningaflæði. Þá séu gjaldmiðlar ekki lengur beintengdir dollaranum eins og áður.
Spáð hafði verið fjölgun starfa og þegar fregnin um fækkun barst lækkuðu hlutabréfavísitölur vestra hratt. Þegar það gerist lækka hlutabréf venjulega næst í Asíu og síðan í Evrópu. Í kjölfar undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum hefur mjög verið rætt um hvort alvarleg heimskreppa sé í aðsigi, jafnvel á við kreppuna 1929. Lúðvík segir þó ólíku vera saman að jafna.
Í Bandaríkjunum er fjöldi heimila kominn í þrot vegna undirmálslánanna
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.