Öryrkjum fjölgar í atvinnuleysi og við hörku atvinnurekenda

Tvær stórar sveiflur urðu með verulegri fjölgun nýrra öryrkja árin 1993 til 1995 og frá árinu 2003. Báðar þessar sveiflur verða samhliða verulegri aukningu atvinnuleysis. Örorka hefur síðan hjaðnað í kjölfar þessara uppsveiflna, þó að ekki sé það í sama styrk og hjöðnun atvinnuleysis.

Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu eftir Sigurð Thorlacius og Stefán Ólafsson.

Í seinni sveiflunni kom fjölgun öryrkja ári síðar en aukning atvinnuleysis, auk þess sem fjölgun öryrkja varð meiri. Sambandið heldur á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni í heild en fráviks gætir á Suðurnesjum, Suðurlandi og Norðurlandi vestra þar sem nýskráningum öryrkja fækkaði minna en annars staðar í kjölfar minnkandi atvinnuleysis.

Ályktun greinarhöfunda er að nýskráning öryrkja ráðist af heilsufari umsækjenda en sveiflur í tíma tengjast einnig umhverfisáhrifum á vinnumarkaði, einkum atvinnuleysi.

„Skipan velferðarmála, einkum bóta- og endurhæfingarkerfa, sem og umfang og áhrif virkniaukandi aðgerða á vinnumarkaði hafa einnig áhrif á fjölda örorkulífeyrisþega í landinu. Nýr örorkumatsstaðall gæti hafa haft einhver áhrif á framvinduna á seinni hluta tímabilsins og aukin sókn fólks með geðræna kvilla inn í örorkulífeyriskerfið virðist hafa haft talsverð áhrif á fjölgun örorkulífeyrisþega,“ segja höfundar.

 Til  viðbótar   við atvinuleysi getur harkaleg stefna atvinnurekenda gegn starfsfólki haft áhrif á heilsu starfsfólks.Hin nýja græðgisvæðing kemur fram í því að allt kapp er lagt á sem mestan gróða fyrirtækja og starfsmenn eru miskunnarlaust reknir ef þeir  þjóna ekki þessu markmiði. Allir starfsmenn standa ekki undir væntingum stjórnenda.

Björgvin Guðmundsson

Bjö

 


mbl.is Nýskráning öryrkja fylgir sveiflum á atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband