Mánudagur, 10. mars 2008
Matarverð gæti lækkað um 25% við aðild að ESB
Miðað við skuldir heimilanna í íslenskum kr. árið 2007 hefði vaxtabyrði hvers einstaklings verið 416 þúsund kr. minni á því ári,ef vextir hér hefðu verið þeir sömu og á evrusvæðinu.Vaxtamunurinn var 9,75% í árslok 2007.Rekstur krónunnar kostaði heimilin 130 milljarða kr á því ári Sérfræðingar telja,að vextir hér lækki til samræmis við evrusvæðið ef Ísland tekur upp evru.
Þetta kom fram á nýafstöðnu iðnþingi. Þar kom einnig fram,að matarverð gæti lækkað hér um 25% við aðild að ESB. Er það samkvæmt útreikningum dr. Jóns Þórs Sturlusonar hagfræðings.Föt og skór gætu lækkað um 35%.Hann gerir ráð fyrir,að árleg útgjöld venjulegrar fjölskyldu mundu lækka um 215 þúsund kr. eða um 18 þús. á mánuði.Ráðstöfunartekjur heimilis mundu því aukast um 5%.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.