Jafnaðarmenn sigruðu á Spáni

Stjórnarliðar jafnaðarmanna sigruðu í þingkosningunum á Spáni í gær, með rúmum 43% atkvæða, og juku fylgi sitt þótt þeir næðu ekki hreinum meirihluta. Hægristjórnarandstæðingar í Lýðflokknum fengu rúma 40% og bættu einnig við sig.

Zapatero, forsætisráðherra, vann því Rajoy, leiðtoga hægrimanna, aftur í þingkosningum. Jafnaðarmenn á Spáni fengu 43,6%atkvæða, rúmu 1% meira en 2004. Lýðflokksmenn uppskáru 40,1%, nær 2,5% meira en fyrir fjórum árum. Hvorir tveggja bæta við sig fimm þingmönnum í fulltrúadeildinni. Jafnaðarmenn ná 169 mönnum inn en Lýðflokksmenn 153.

Hreinn meirihluti er 176.

Stóru landsflokkarnir eflast því báðir og hafa nú samtals 322 þingmenn af 350. Um leið hopa róttækustu þjóðernissinnarnir úr héruðunum.

Ég fagna því,að Zapatero skuli hafa sigrað í þingkosningunum. Hann hefur verið að framkvæma félagslegar umbætur og kjósendur hafa greinilega kunnað  að meta þær.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband