Ellilífeyrisþegum mun fjölga úr 10 í 19%

Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja spá um mannfjölda á Íslandi til ársins 2050. Áætlað er að fjöldi ellilífeyrisþega í þessum aldurshópi verði orðinn tæplega 82 þúsund árið 2050 eða um 19% af heildarmannfjölda á Íslandi, þess má geta að í dag er hann rúmlega 10%.

Reikna má með því að ellilífeyrisútgjöld almannatrygginga aukist af þessum sökum en það fer þó eftir þróun viðmiðunartekna og uppsöfnun lífeyrisréttinda landsmanna. Ísland hefur þá sérstöðu að lífeyrissjóðirnir munu í vaxandi mæli standa undir lífeyri ellilífeyrisþega.

.

Gert er ráð fyrir því að ævilengd muni aukast talsvert. Í dag er meðalævilengd kvenna 82,8 ár og 78,9 ár hjá körlum en á árinu 2050 er reiknað með að meðalævilengd kvenna verði orðin 87,1 ár og 84,6 ár hjá körlum.

Þessar tölur Hagstofunnar koma ekki  á óvart. Það hefur verið vitað,að þjóðin er að eldast. Það er mikil aukning,að ellilífeyrisþegum fjölgi úr 10%  í  19%.Hér að vísu verið að tala um 42ja ára tímabil.

Við þurfum að nota tímann vel á meðan eldri borgarar eru þó ekki fleiri  til þess að bæta aðstöðu þeirra á allan hátt,í kjaramálum, varðandi búsetu og fleira.

Björgvin Guðmundsson

Til baka


mbl.is Íslendingar eldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband