ESB:Verða sjávarútvegshagsmunir Íslands tryggðir

Joe Borg,sjávarútvegsstjóri í framkvæmdastjórn ESB, er bjartsýnn á,að Ísland gæti tryggt sjávarútvegshagsmuni sína í samningaviðræðum við ESB.Hann segir,að farið sé eftir "hlutfallslegum stöðugleika" við úthlutun fiskveiðiheimilda.Hlutfallslegur stöðugleiki  við úthlutun fiskveiðiheimilda veitir aðildarríki  með fiskveiðihagsmuni í eigin lögsögu tryggingu.Það þýðir að það eru fyrst og fremst þau ríki,sem þegar hafa fiskveiðihagsmuni á tilteknu hafsvæði,sem fá þau réttindi tryggð,svo lengi sem veiðarnar eru sjálfbærar.Þannig,að ef Ísland gengi í ESB,væru hefðbundnar veiðar þeirra í eigin löggsögu tryggðar svo lengi sem þær væru innan  marka sambandsins um sjálfbærni. Þetta er álit Joe Borg.

Æ fleiri telja,að Ísland hafi ekkert að óttast í sjávarútvegsmálum við aðild að ESB. En ekki er unnt að fá nein örugg svör fyrirfram. Svörin fást ekki fyrr en í aðildarviðræðum. Og reikna má með, að Ísland yrði að sætta sig við það að veiðiheimildum við Ísland yrði úthlutað í Brussel en trúlega mundi Ísland fá allar veiðiheimildirnar.

 

Björgvin Guðmundsson,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjávarbyggðir í Skotlandi eru rjúkandi rúst eftir meðferð Brussel á þeim.  Ef við færum þarna inn með núverandi kvótakerfi gætu útlendingar komist yfir allar veiðiheimildir hér.

Sigurður Þórðarson, 10.3.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband