Atvinnurekendur samþykkja kjarasamningana

 

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við meginþorra stéttarfélaga innan ASÍ þann 17. febrúar síðastliðinn fór fram í vikunni 3.-7 mars meðal aðildarfyrirtækja SA. Samningarnir voru samþykktir með 88% greiddra atkvæða, 9,7% atkvæða voru greidd gegn samningunum en 2,3% tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var 38,2%.

Atkvæðagreiðslan gildir um kjarasamninga sem gerðir hafa verið við eftirfarandi sambönd og félög: Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, Verslunarmenn (VR/LÍV), Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Félag bókagerðar­manna (FBM), Félag vélstjóra- og málmtæknimanna (VM) og Matvís.

 Það er ánægjulegt,að SA skuli vera búið að samþykkja kjarasamningana. Væntanlega verða þeir einnig samþykktir hjá verkalýðsfélögunum. Enda þótt  samningarnir hefðu mátt vera betri væri samt hálfu verra ef þeir yrðu nú felldir og allt færi í uppnám og jafnvel verkföll.Við þurfum stöðugleika eins og ástandið er nú.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is SA samþykkja kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband