Þarf ekki að efna kosningaloforðin?

Fyrir síðustu þingkosningar gáfu allir stjórnmálaflokkar mikil loforð um aðgerðir í þágu aldraðra og öryrkja.Allir flokkar virtust sammála  um nauðsyn þess að stórbæta kjör aldraðra. Nú eru tæpir 10 mánuðir liðnir frá því kosið var en  ekkert hefur enn verið gert í því að hækka lífeyri aldraðra og  öryrkja.

Það hafa verið gefin fyrirheit um að draga úr tekjutengingum en  ekkert gert í því að hækka lífeyri frá almannatryggingum en það var aðalkosningaloforðið.Þurfa stórnmálaflokkarnir ekki að efna kosningaloforðin? Geta þeir blákalt lofað kjarabótum og  gleymt loforðunum um leið og búið er að kjósa?Ég segi nei. Þeir verða að standa við kosningaloforðin.

Því var einnig lofað fyrir kosningar að stórhækka skattleysismörkin.Í tengslum við gerð kjarasamninga  ákvað ríkisstjórnin að hækka skattleysismörk um 5800 kr. á mánuði næsta ár.Síðan á að hækka þau til viðbótar  2010  og 2011,þannig að hækkunin verði orðin 20 þúsund á mánuði 2011. Þau verða þá orðin  115 þúsund á mánuði en auk þess koma verðlagshækkanir. Ekki eru þetta miklar  hækkanir á skattleysismörkunum og hvergi nærri það sem lofað var fyrir kosningar.Það þarf að standa við kosningaloforðin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband