Er allt að fara til fj......

Umræðan  í fjölmiðlum og á alþingi  er nú þannig,að halda  mætti að allt væri á heljarþröm í efnahagsmálum þjóðarinnar.En er það svo? Ég tel,að það sé fullsterkt að orði kveðið.Vissulega er byrjaður samdráttur eða niðursveifla eins og margir vilja kalla það og gengi íslensku krónunnar er fallandi eins  og spáð hafði verið  að mundi gerast.Frá áramótum hefur gengi krónunnar lækkað um 15%.Það alvarlegasta er verðbólgan,sem minnkar ekkert þrátt fyrir himinháa stýrivexti Seðlabankans.Þess hafði verið vænst,að  unnt væri að byrja lækkun vaxtanna áður en gengið færi að lækka en svo verður ekki. Það getur því verið að vaxtalækkun frestist. Það alvarlega er,að lækkun gengis krónunnar veldur hækkun á öllum innfluttum vörum og getur þvi valdið verðbólgu.

Það sem mest hefur verið rætt undanfarið er vandi íslensku bankanna,sem eiga nú orðið erfitt með að fá lán erlendis  á góðum kjörum,gagnstætt því,sem áður var. Slæmt umtal erlendis um íslensku bankana getur skaðað  ímynd Íslands og bankanna. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru nú ásamt bankastjórum og stjórnarformanni  Baugs  í New York og Kaupmannnahöfn að leiðrétta villur um  íslensk efnahagsmál og bankana og freista þess að bæta ímynd Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband