Verkafólk samþykkti kjarasamningana

Kjarasamningar Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir með afgerandi hætti í öllum félögum, en talning atkvæða lauk í dag, að því er fram kemur í frétt á vef Starfsgreinasambandsins.

Af þeim sem greiddu atkvæði samþykktu 84 % félagsmanna landsbyggðarfélaga SGS samninginn og 85 % félagsmanna Flóafélaganna. Þátttaka var 20,5%, nokkuð meiri á landsbyggðinni eða 24.5% en tæp 18% hjá flóafélögunum.

Rétt til að greiða atkvæði um samninginn höfðu alls 31.859 félagsmenn SGS, þar af 18.374 innan Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar, VSFK og Boðans.

Lækkun krónunnar hefur þegar skapað hættu á verðhækkunum vegna innfluttra vara og verður kauphækkunin þá fljót að eyðast upp ef svo verður. Hafa verkalýðsforingjar skorað á kaupmenn að hækka ekki vöruverð vegna lækkunar krónunnar.

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Kjarasamningarnir samþykktir með miklum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband