Herða verður refsingar við nauðgunum

Fimm erlendir karlmenn voru handteknir í Reykjavík í gær, grunaðir um að hafa nauðgað erlendri stúlku í húsi í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Krafist var gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir mönnunum og hafa nokkrir þeirra verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag. Óljóst er um tildrög málsins en grunur leikur á að stúlkunni hafi verið byrluð ólyfjan

Það verður nú æ algengara,að fréttir berist af nauðgunum.Hves konar annað ofbeldi eykst einnig.Samfélagið verður að bregðast við þessari óheillaþróun. Það þarf að herða verulega refsingar við nauðgunum svo slíkar refsingar verði ofbeldismönnum viðvörun.Einnig þarf að  herða löggæslu.

Mér finnst tekið á ofbeldismálum með of mikilli linkind.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband