Mbl. óánægt með yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar og Sigurðar Einarssonar

Mbl.skrifar um ráðstefnu þá,sem Íslendingar stóðu fyrir í Kaupmannahöfn í gær til þess að kynna íslenskt efnahagslíf og stöðu bankanna.Blaðið  er ekki   ánægt með yfirlýsingar þær,sem utanríkisráðherra og stjórnarformaður Kaupþings gáfu um ESB og evruna á ráðstefnunni. Ingibjörg Sólrún sagði,að hún reiknaði með að  aðild Íslands að ESB yrði kosningamál fyrir næstu þingkosningar og Sigurður Einarsson sagði,að hann reiknaði með því að við yrðum búin að taka upp evruna eftir 3 ár. Mbl. telur yfirlýsingu utanríkisráðherra þýða það, að Samfylkingin ætli að gera aðild að ESB að kosningamáli næst. Mbl. segir ,að yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar þýði það  Samfylkingin ætli ekki að halda áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar  og í rauninni einangri  Samfylkingin sig með þessari yfirlýsingu sinni,þar eð allir aðrir flokkar séu á móti aðild að ESB. Mbl. gagnrýnir einnig yfirlýsingu Sigurðar Einarssonar,þar eð upptaka evru þýði aðild að ESB og blaðið gefur til kynna að Sigurður geti ekki lýst því yfir,að  Ísland gangi í esb eftir 3-4 ár.

 Mér finnst Mbl. óþarflega skapstirt út af ummælum Ingibjargar Sólrúnar og Sigurðar. Þau eru í rauninni aðeins að endurspegla þá umræðu,sem átt hefur sér stað á Íslandi að undanförnu.Miðað við þá sterku umræðu sem er um Esb og evru í þjóðfélaginu í dag má  alveg reikna með því að þessi mál verði á dagskrá næstu þingkosninga.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband