Miðvikudagur, 12. mars 2008
Nýir sendiherrar skipaðir
24 stundir birta yfirlit yfir skipan nýrra sendiherra á tímabilinu 2004-2008.Samkvæmt því skipaði Halldór Ásgrímsson 5 sendiherra,þar af 2 stjórnmálamenn.Davíð Oddsson skipaði 9 sendiherra,þar af 2 stjórnmálamenn og eina eiginkonu stjórnmálamanns,Geir H.Haarde skipaði 3 sendiherra og Ingibjörg Sólrún skipaði í vikunni 3 sendiherra, þar af 1 stjórnmálamann.
Valgerður Sverrisdóttir skipaði engan sendiherra í utanríkisráðherratíð sinni. Hún telur sendiherrana orðna of marga,6-7 of marga.Hún gagnrýnir mikla fjölgun sendiherra í tíð Davíðs Oddsonar en hann var aðeins eitt ár í embætti utanríkisráðherra.Segir hún hann hafa skipað marga menn utan utanríkisþjónustunnar í sendiherraembætti,góðkunningja Sjálfstæðisflokksins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.