Miðvikudagur, 12. mars 2008
Skattar á barnafjölskyldur hafa hækkað hér 2000-2006
Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 samkvæmt samtantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD.
Fram kemur á vef stofnarinnar að að meðaltali hafi skattar lækkað meðal OECD-ríkja en hins vegar séu nokkur lönd þar sem skattar á barnafjölskyldur hafi staðið í stað eða hækkað.Þar á meðal er Ísland.
Ástralía, Ungverjaland, Írland og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra landa þar sem skattar sem hlutfall af tekjum hafa minnkað á árabilinu 2000-2006 og er það rakið til fjölskylduvænnar skattastefnu. Íslenskar, grískar, kóreskar og mexíkóskar fjölskyldu hafi hins vegar þurft að sæta aukinni skattheimtu. Bent er á að í þessum löndum hafi laun hækkað umtalsvert á tímabilinu, allt upp í 40 prósent. Verðbólga hafi hækkað en skattleysismörk hafi ekki fylgt hækkandi launum og því hækki skattarnir.
Þessar upplýsingar OECD koma heim og saman við það sem Stefán Ólafsson,Þorvaldur Gylfason og fleiri sérfræðingar hér hafa haldið fram um þróun skattmála.Þeir hafa bent á,að skattar á láglaunafólk hafa hækkað og að skattar í heild hafi hækkað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.