Miðvikudagur, 12. mars 2008
Kvótinn: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í mannréttindabrotunum?
Klukkan tifar. Fresturinn styttist. Mannréttindanefnd Sþ. samþykkti,að fiskveiðikvóti Íslands væri brot á mannréttindum.Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í málinu? Ætlar hún að stinga hausnum í sandinn og gera ekki neitt? Þegar sjávarútvegsráðherrann er spurður svarar hann út og suður. Það er ljóst,að ríkisstjórnin ætlar að reyna að humma málið fram af sér.En það gengur ekki. Ísland berst fyrir mannréttindum á alþjóðavettvangi og Ísland berst fyrir sæti í öryggisráði Sþ. Engin þjóð tekur Ísland alvarlega,ef Ísland heldur áfram að brjóta mannréttindi með framkvæmd fiskveiðikvótans.Hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar varðandi byggðakvótann leysa ekki málið. Þar er aðeins um 3% allra fiskveiðiheimildanna að ræða.
Það verður að breyta kerfinu,t.d. mætti gefa trilluútgerð frjálsa.Það væri gott skref en óvíst að það dygði. Sennilegra verður einnig að bjóða upp allar aðrar fiskveiðiheimildir og draga inn í áföngum á ákveðnum tíma heimildir,sem menn hafa nú.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hey, heyr, mæl þú manna heilastur Björgvin. Sú var tíðin að Samfylkingin átti öfluga og skynsama forystumenn sem höfðu góðan skilning á sjávarútvegi. Ég sakna Jóhanns Ársælssonar en Kalli Matt er núna á þingi og ég bind vonir við hann og jafnvel Ellert Schram. Ég óttast hins vegar að flestir séu með hugann við annað sem skiptir minna máli, jafnvel fánýtt tildur eins og öryggisráðið.
Gangi þér sem best.
Sigurður Þórðarson, 13.3.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.